Guðrún í Kokku velur vikuseðilinn

Guðrún Jóhannesdóttir eigandi Kokku.
Guðrún Jóhannesdóttir eigandi Kokku. mbl.is/Arnþór Birkisson

Við fengum Guðrúnu í Kokku til að setja saman vikuseðilinn, en Guðrún er án efa sú þekktasta í faginu þegar kemur að því að finna réttu græjurnar í eldhúsið – enda er Kokka stútfull af ómissandi áhöldum fyrir sælkerakokka. Guðrún segir fjölskylduna borða fjölbreyttan mat og æ fleiri grænmetisréttir hafi ratað á matseðilinn eftir að eldri dóttirin hætti að borða kjöt. En þegar þau splæsi í kjöt sé það gjarnan grasfóðrað beint frá Hálsi í Kjós.

Það er í nógu að snúast hjá Guðrúnu þessa dagana því fjölskyldan stendur í flutningum og eins eru breytingar í vændum hjá Kokku. „Ég er að undirbúa flutninga og dunda mér við að pakka í kassa – á meðan Steini eldar matinn. Markmiðið er að pakka í minnst þrjá kassa á dag, og það gengur bara nokkuð vel. Ég ætla að pakka eldhúsáhöldunum síðast til að tryggja að ég fái gott að borða þótt allt sé að hvolfi, og er búin að lofa að koparpannan fari síðust niður og fyrst upp. Það verður líka nóg að gera eftir flutninga því við ætlum að færa eldhúsið á nýja staðnum og erum núna að reyna að ákveða litinn á ILVE-eldavélinni í nýja eldhúsið,“ segir Guðrún í samtali og bætir við: „Eins erum við að undirbúa stækkun á Kokku og fáum vonandi byggingarleyfi á næstu dögum. Þá förum við á fullt í framkvæmdir á efri hæðinni á Laugaveginum,“ segir Guðrún og við tökum undir að það séu spennandi tímar fram undan hjá Kokku-fjölskyldunni.

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

ILVE, glæsilegustu eldavélar landsins, fást í versluninni Kokku.
ILVE, glæsilegustu eldavélar landsins, fást í versluninni Kokku. mbl.is/ILVE
mbl.is