Með 16 fermetra marmara-eyju í eldhúsinu

Drake.
Drake. AFP

Aðdáendur fagurrar hýbýlahönnunar fylgjast sjálfsagt flestir með útgáfu tímaritsins Architectural Digest og þeim stjörnuheimilum sem síður þess prýða.

Drake átti stórleik þegar hann sýndi lesendum heimili sitt í Toronto sem minnir fremur á höll en heimili. Við rákumst aftur á myndir af eldhúsinu og máttum til með að deila þeim því þetta er formlega stærsta marmaraeyja sem við höfum rekist á og þrátt fyrir viðamikla rannsóknarblaðamennsku höfum við ekki fundið neina stærri. Okkur reiknast til að hún sé 16 fermetrar að flatarmáli hið minnsta.

En fönguleg er hún og það ætti ekki að væsa um Drake í eldhúsinu góða enda nóg pláss...

Umfjöllun AD má lesa HÉR.

mbl.is/AD
mbl.is/AD
mbl.is