Samfélagsmiðlastjörnur svolgra próteinkaffi í sig

mbl.is/Getty Images

Nýjasta samfélagsmiðlaæðið í heiminum er sjóðheitt – þótt reyndar megi bera það fram kalt ef þið viljið það heldur. Yfir 300 þúsund færslur merktar kaffinu er að finna á Instagram og umtalsvert fleiri á TikTok þar sem aðdáendur drykkjarins sverja að hann breyti tilveruinni til hins betra.

Við erum að tala um proffee eða próteinkaffi þar sem einn skammtur af próteini er settur saman við kaffi og það hrist saman.

Margir vilja meina að þetta sé hinn fullkomni morgundrykkur fyrir kaffiþyrsta og þá sem vilja passa upp á próteininntöku.

Fastlega má búast við að þetta verði nýjasta æðið hér á landi líka enda full ástæða til.

mbl.is