BÖL Brewing yfirtekur kranana á Session

Axel og Hlynur, eigendir BÖL Brugghúss - munu yfirtaka kranana …
Axel og Hlynur, eigendir BÖL Brugghúss - munu yfirtaka kranana á Session Craft Bar næstkomandi fimmtudagskvöld, 10. júní. Mbl.is/Mynd aðsend

Næstkomandi fimmtudagskvöld munu strákarnir í BÖL Brewing taka yfir kranana á Session Craft Bar og bjóða upp á hvorki meira né minna en 16 mismunandi bjóra, þar af sex sérbruggaða fyrir viðburðinn.

Viðburðurinn er svokölluð „kranayfirtaka“, þegar brugghús kemur á bar og tekur yfir nokkra krana með bjórum frá sér. „Við ákváðum að taka þetta bókstaflega og munum taka yfir alla 16 kranana með ólíkum bjórum. Við erum reyndar með 18 tilbúna, þannig að kannski mætum við með auka dælu,“ segir Axel Paul Gunnarsson, annar eigandi BÖL. „Það verða sex bjórar sem hafa verið sérbruggaðir fyrir viðburðinn, þar á meðal Imperial Royal Saltkaramellubúðings Stout, sterkasti TIPA sem hefur verið gerður að við höldum (11,7%) og hindberja- og ástaraldins-súrbjór sem var bruggaður með Session Craft Bar og verður í boði í sumar,“ segir Axel Paul. Þar að auki verða tólf aðrir bjórar frá BÖL, en brugghúsið fagnar rúmlega árs afmæli í leiðinni.

Herlegheitin byrja upp úr 16:00 á Session Craft Bar, Bankastræti 14, og standa fram eftir kvöldi. Bruggararnir frá BÖL verða á staðnum að skenkja í glös, og verður meðal annars hægt að fá berjasúrbjórs krap á barnum og Royal-saltkaramellufrauð svo eitthvað sé nefnt – sem þykir óvenjulegt en afar áhugavert að okkar mati.

Áhugasamir geta skráð sig á viðburðinn HÉR eða fylgst með Böl Brewing á samfélagsmiðlum undir @BolBrewing.

Kranalistinn verður sem hér segir:

  • Ljúflingur - 4,7% - Session IPA
  • Óprúttinn Aðili - 7,2% - NEIPA
  • Svört sól - 8% - Export Stout með kaffi & hlynsírópi
  • Ferskjur á kantinum - 4,5% - Sumar Hefeweizen með ferskjum
  • Bombito - 5,6% - Imperial Berrybomb
  • Session Gose með hindberjum, brjómberjum, bláberjum og fjólum
  • Bombogenesis - 7,6% - Imperial Berrybomb Gose með hindberjum, brjómberjum, bláberjum og fjólum
  • Þriðji í jólum - 8,5% - Tripel með dass af púðursykri
  • Killer Queen - 6,5% - Pale ale með Earl Grey-tei
  • Birta - 5,4% - Gose með mangó, ferskjum og apríkósum
  • Böl x Session collab - 4,5% Hindberja- og ástaraldins-gose

Special One Off bjórar:

  • Bull - 4,7% - Pilsner
  • Rugl - 7,2% - Imperial Pilsner
  • Giant Mechanical Spider - 7,2% - Wild Wild West Coast DIPA
  • Hjartaknúsari - 6,5% - IPA
  • Royale with Cheese - 10,5% - Saltkaramellu Royal-búðings imperial nitro stout
  • Ribbaldi- 11,7% - TIPA
Imperial Royal Saltkaramellubúðings Stout - þessi blanda verður að smakkast.
Imperial Royal Saltkaramellubúðings Stout - þessi blanda verður að smakkast. Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert