Býður upp á frítt kaffi í tilefni afmælisins

Karen Jónsdóttir eða Kaja eins og hún er alla jafna …
Karen Jónsdóttir eða Kaja eins og hún er alla jafna kölluð. Eggert Jóhannesson

Eitt lekkerasta kaffihús landsins fagnar fimm ára afmæli í dag og af því tilefni verður gestum boðið upp á kaffi sér að kostnaðarlausu.

Það er hið rómaða kaffihús Kaffi Kaja á Akranesi sem fagnar þessum tímamótum en Kaffi Kaja er rekið af frumkvöðlinum Karenu Jónsdóttur sem hefur verið mikill brautryðjandi hér á landi í innflutningi og framleiðslu á lífrænum vörurm.

Matarvefurinn óskar Kaju hjartanlega til hamingju með tímamótin!

mbl.is