Húsráðið sem allir þurfa að kunna

Ljósmynd/Colourbox

Að skilja eggjarauðuna frá hvítunni er ekki alltaf auðvelt verk, því rauðan springur eða helmingurinn af hvítunni loðir enn þá við hana. En þá er þetta húsráðið sem allir vilja kunna.

Til að skilja eggjarauðu frá hvítunni á eins fullkominn máta og hugsast getur þarftu að opna eldhússkúffuna og ná þér í ákveðna græju, ausu eða stóra skeið með rifflum eða götum. Því næst brýtur þú eggið yfir áhaldinu, og mundu bara að hafa skál undir til að grípa hvítuna sem lekur í gegnum skeiðina. Þannig munt þú alltaf ná að skilja rauðuna frá eggjahvítunni eins og við sjáum í meðfylgjandi myndbandi.

mbl.is