Nýtt kaffihús með kokteilseðli opnar í Garðabæ

Ljósmynd/Te & kaffi

Þau gleðitíðindi berast fyrir Garðbæinga að Te & Kaffi hefur opnað kaffihús á Garðatorgi í Garðabæ. Um er að ræða tíunda kaffihús keðjunnar en nú kveður við nýjan tón sem garðbæingar og nærsveitungar ættu að kunna vel að meta.

Staðurinn er einstaklega glæsilegur og var ákveðið að fara í breytingar á útlitinu og staðurinn því frábrugðin hinum kaffihúsunum hvað varðar hönnun og útlit. Það er ekki bara útlitið sem þau breyttu en á Garðatorgi er opið til 23:00 á kvöldin nema á sunnudgögum.

Eftir kl. 18:00 tekur við sértstakur vín & snarseðill þar sem viðskiptavinir geta notið góðra stunda með vín og osta við hönd.

Á matseðlinum er meðal annars espresso martini, gin & te, freyðivín, sælkerabakki, heitur bóna brie og um helgar bjóða þau upp á klassískt afternoon tea.

Ljósmynd/Te & kaffi
Ljósmynd/Te & kaffi
Ljósmynd/Te & kaffi
mbl.is