Ómótstæðilegar múffur með þrenns konar súkkulaði

Æðislegar múffur með nóg af súkkulaði.
Æðislegar múffur með nóg af súkkulaði. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Við förum ekkert leynt með aðdáun okkar á súkkulaði – og hér eru æðislegar múffur með þrenns konar súkkulaði; suðusúkkulaði, mjólkursúkkulaði og hvítu súkkulaði. Uppskriftin er úr smiðju Hildar Rutar sem segir múffurnar fullkomnar með sunnudagskaffinu.

Muffins með þrenns konar súkkulaði (12 múffur)

 • 6 dl hveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. matarsódi
 • 1/2 tsk. salt
 • 100 g suðusúkkulaði
 • 100 g mjólkursúkkulaði
 • 100 g hvítt súkkulaði
 • 110 g smjör
 • 2 egg
 • 2,5 dl sykur
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 1 dl mjólk

Aðferð:

 1. Skerið allt súkkulaðið í litla bita.
 2. Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti og súkkulaði með skeið.
 3. Bræðið smjör og blandið saman við egg, sykur, vanilludropa og mjólk. Ég notaði hrærivélina.
 4. Hellið hveitiblöndunni út í og hrærið varlega saman.
 5. Dreifið deiginu í 12 múffuform og bakið í 15-20 mín. við 190°C.
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is