Heitasta klósettþrifaráðið á TikTok

Vellyktandi salernisbombur sem hreinsa klósettið í leiðinni.
Vellyktandi salernisbombur sem hreinsa klósettið í leiðinni. mbl.is/

Góður salernisilmur er það sem við sækjumst eftir – og þá er það heitasta tiktok-bomban sem slær allt annað út af borðinu og er vel þess virði að prófa. Blanda sem gefur góðan ilm í postulínsskálina og þrífur hana í leiðinni.

Klósettbomba

  • 1 bolli natron
  • ¼ bolli sítrónusýra
  • Nokkrir ilmolíudropar
  • Vatn
  • Sílikon-kubbamót

Aðferð:

  1. Setjið natron, sítrónusýru og ilmolíudropa saman í skál.
  2. Bætið vatni rólega saman við þar til blandan verður eins og mjúkur leir.
  3. Setjið í sílikonform og þjappið vel saman. Látið þorna.
  4. Setjið eina bombu ofan í klósettið og látið leysast upp af sjálfu sér.
mbl.is