Rabarbaragrunnur að góðum svaladrykk

Rabbarbari er frábær í svaladrykki.
Rabbarbari er frábær í svaladrykki. mbl.is/Colourbox

Þetta er árstíminn þar sem við rífum upp rabarbarann og gerum eitthvað gott úr honum. Hér er uppskrift að safti sem þú getur ýmist þynnt út með vatni, sódavatni eða hellt saman við vodka og klaka í svalandi sumardrykk.

Rabarbaragrunnur að góðum svaladrykk

  • 500 g rabarbari, hreinsaður
  • 250 g hindber
  • 250 g jarðarber
  • 2 lime
  • 500 g hrásykur
  • 1 lítri vatn

Aðferð:

  1. Skolið rabarbarann og skerið stilkana í litla bita.
  2. Skolið og hreinsið hindberin og jarðarberin.
  3. Skerið lime í skífur.
  4. Setjið rabarbara og berin saman í stóran pott, ásamt lime og sykri – og hellið vatninu yfir.
  5. Sjóðið við lágan hita í 30 mínútur.
  6. Látið standa í sirka tvo tíma í pottinum og smakkið til, en saftið á að hafa þessa fullkomnu sætu og limebragð.
  7. Síið saftið og hellið yfir í flösku.
  8. Geymið í kæli og þynnið út eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert