Notar verkjalyf til að þrífa bletti

Verkjalyf koma að góðum notum í þrif.
Verkjalyf koma að góðum notum í þrif. mbl.is/Getty

Nú halda eflaust einhverjir að við séum að grínast, en verkjalyf geta komið víða við sögu og þá líka í heitustu húsráðum dagsins.

Forvarnir eru betri en lækning, en í sumum tilfellum er það of seint og þá þurfum við að lagfæra á fljótlegasta máta. Þetta húsráð birtist á facebookgrúppunni „Mrs Hinch Made Me Do It“, en efniskostnaðurinn er örfáar krónur og húsráðið svínvirkar. Hér um ræðir þrif á straujárni sem fengið hefur á sig brunabletti – en slíkt á það til að gerast með straujárn og erfitt reynist að losna við blettina á járninu. Þó ekki lengur, því þetta er trixið sem þú þarft að kunna og það inniheldur parasetamóltöflur.

Svona þrífur þú straujárnið

  • Stilltu járnið á meðalhita.
  • Taktu parasetamóltöflu (ekki hylki) og haltu henni á járninu þar til hún byrjar að bráðna, nuddaðu henni þá yfir brunablettinn og þurrkaðu af.

Athugið! Hér ber að varast að taflan sé húðuð. Eins er gott að vera með hanska sem þola hita og ganga úr skugga um að járnið sé ekki það heitt að þú brennir þig – því þá þarf að grípa í annars konar græjur úr sjúkrakassanum. Eins er hægt að mylja nokkrar töflur niður í gamlan klút og strauja yfir þær í staðinn.

Parasetamól virðist vera undraefni þegar kemur að því að losna …
Parasetamól virðist vera undraefni þegar kemur að því að losna við bletti á straujárninu. mbl.is/Facebook
mbl.is