Splunkunýtt KitKat væntanlegt á markað

Halló halló! Orðrómurinn hefur loks fengist staðfestur en KitKat mun á næstu vikum setja svokölluð morgunverðarstykki á markað í takmarkaðan tíma.

Eigendur KitKat hafa verið þöglir sem gröfin en miðað við þessa mynd minnir kexið væntanlega á morgunkorn á borð við Froot Loops og súkkulaðið gæti verið ruby súkkulaði. Það yrði eitthvað!

Hvort þessi dásemd berst hingað til lands skal ósagt látið en íslenskir sælgætisinnflytjendur eru oft ekki að standa sig nógu vel þegar kemur að spennandi nýjungum sem okkur langar að smakka...

mbl.is