Nýr ofursvalur veitingastaður opnaður í Ingólfsstræti

Ljósmynd/CHIKIN

Haldið ykkur fast því aðdáendur kjúklings geta nú skipulagt hópferð í miðbæinn til að smakka á bragðlaukasprengjunum sem nýjasti veitingastaður landsins CHIKIN býður upp á.

CHIKIN er til húsa í Ingólfsstræti 2 og er nafnið samheiti á kóresku og japönsku yfir djúpsteiktan kjúkling.

CHIKIN er staðsettur í Ingólfsstræti 2.
CHIKIN er staðsettur í Ingólfsstræti 2. Ljósmynd/CHIKIN

„Staðurinn sækir innblástur í asíska matargerð en við þróunina á kjúklingnum okkar horfðum við mikið til suðurríkja Bandaríkjanna. Okkur langaði að endurskapa þá hefð sem þekkist í suðurríkjunum að setjast niður í góðra vina hópi til að borða sterkan kjúkling," segir Jón Þorberg, annar aðstandenda staðarins. „Því mætti segja að við værum að feta ótroðnar slóðir með því að sameina þessar ólíku matarhefðir.

Ljósmynd/CHIKIN

Við höfum flutt inn mikið magn af sterkasta chilii heims og erum, eftir því sem við komumst næst, með sterkasta kjúklingaborgara landsins í dag,“ bætir Jón við.

„Á matseðlinum erum við með kjúklingaborgara sem fólk er farið að kalla besta kjúklingaborgara landsins. Við höfum því verið í basli með að anna þeirri stjarnfræðilegu eftirspurn sem myndast hefur eftir borgaranum,“ segir Jón en hann ásamt Atla Snæ á KORE stendur að baki veitingastaðnum sem er formlega orðinn skyldusmakk.

Ljósmynd/CHIKIN
Ljósmynd/CHIKIN
Ljósmynd/CHIKIN
Ljósmynd/CHIKIN
Ljósmynd/CHIKIN
Ljósmynd/CHIKIN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert