Drottningin skar kökuna með sverði

Englandsdrottning sker köku með sverði.
Englandsdrottning sker köku með sverði. AFP

Elísabet Bretlandsdrottning sýndi það og sannaði á dögunum að hún er mikill húmoristi. Fyrr um daginn hafði hún setið fyrir á mynd með leiðtogum G7-þjóðanna og hafði þá á orði að það væri lágmark að þeir litu út fyrir að skemmta sér. Við það brast hópurinn í hlátur og fullvissaði hennar hátign um að vissulega væru þeir að skemmta sér vel.

Síðar um daginn fór hún svo og heimsótti herstöð en ferðin var hluti af undirbúningi fyrir 70 ára krýningarafmæli hennar sem verður á næsta ári.

Átti drottningin að skera köku en í stað þess að nota hníf sem henni bauðst þá greip hún sverð og skar kökuna. Með í för voru Camilla tengdadóttir og Kate Middleton sem urðu dauðskelkaðar um að sú gamla hyggi þær niður en allt fór vel og skemmtu þessar þrjár kynslóðir konungskvenna sér vel.

mbl.is