Hvernig væri að prófa þetta í svefnherberginu?

Hér er svefnherberginu skipt upp með hangandi gardínu og kemur …
Hér er svefnherberginu skipt upp með hangandi gardínu og kemur mjög vel út. Mbl.is/Pinterest_ blog.uncovet.com

Stundum höfum við ekkert val um hvernig svefnherbergið raðast upp, en ef þú býrð svo vel að vera með rúmgott herbergi – þá er þetta kannski eitthvað sem þú ættir að skoða. Rúmið þarf ekki alltaf að vera stillt upp við vegginn.

Töfraðu þig áfram með gardínum

Með því að draga rúmið fram um sirka einn metra áttu möguleika á að hengja upp gardínur sem ná frá lofti til gólfs og nota rýmið fyrir eitthvað annað skemmtilegt. Til dæmis hillur, vinnurými, legubekk eða „walk-in“-fatarými. Og til að leysa allan vanda varðandi leslampa við rúmið, þá þurfa þeir alls ekki að vera fastir við vegg því það er mjög smart að velja hangandi ljós fyrir ofan náttborðin.

Rýmið má nýta á svo marga vegu.
Rýmið má nýta á svo marga vegu. Mbl.is/Pinterest_ maisonapart.com
Mbl.is/Pinterest_ m.laredoute.co.uk
mbl.is