Svona ræktar þú kryddjurtir úti á svölum

Þetta litla gróðurhús er fullkomið fyrir kryddjurtir og litlar plöntur.
Þetta litla gróðurhús er fullkomið fyrir kryddjurtir og litlar plöntur. Mbl.is/Juliana

Plássleysi á alls ekki að vera fyrirstaða í að rækta kryddjurtir yfir sumartímann. Og þó að þú búir ekki svo vel að vera með stóran garð fyrir gróðurhús, þá er þetta litla lausnin sem þú þarft á svalirnar.

Hér er um að ræða gróðurhús ef þig langar til að rækta kryddjurtir, chili, kirsuberjatómata eða eitthvað annað á svölunum þínum. Það eiga allir að hafa tækifæri til að rækta grænar jurtir og það getur þú svo sannarlega með þessu litla gróðurhúsi hér. Fullkomin garðyrkja í þéttbýli!

Þetta stórsnjalla og fallega gróðurhús kallast Juliana, og er hægt að hengja það á svalahandriðið eða festa það á vegginn með tilheyrandi festingum – og rennihurðirnar að framan gera það auðveldara að koma plöntunum inn og út úr gróðurhúsinu. Þeir sem vilja skoða litla gróðurhúsið nánar geta fundið það HÉR.

Nú geta allir átt möguleika á því að rækta grænt …
Nú geta allir átt möguleika á því að rækta grænt og gott. Mbl.is/Juliana
Mbl.is/Juliana
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert