Kaffiboozt sem keyrir þig í gang

Orkuskot með kaffi, í boði Hildar Rutar.
Orkuskot með kaffi, í boði Hildar Rutar. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Orkuríkur kaffiboozt er allt sem við þurfum á morgnanna og Hildur Rut færir okkur þennan ljúffenga og orkuríka drykk hér. Espresso-skot, banani, döðlur, hnetusmjör, haframjöl, hampfræ, kakó og möndlumjólk – skotheld blanda.

Kaffiboozt sem keyrir þig í gang (fyrir 1)

 • 1-2 espresso-skot Sjöstrand nr. 1
 • 2 dl möndlumjólk
 • 1 frosinn banani
 • 3 döðlur
 • 1 msk. hnetusmjör
 • 1 msk. haframjöl
 • 1 tsk. hampfræ
 • 1 tsk. kakóduft
 • 4-6 klakar

Aðferð:

 1. Útbúið 1-2 kaffiskot í glas. Bætið 1-2 klökum saman við kaffið og kælið.
 2. Setjið öll hráefnin saman í blandara og hrærið vel saman.
 3. Hellið í glas og njótið.
mbl.is