Sjúkleg sveppasósa með camembert-kryddosti

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Sósur geta bjargað flestu og hér erum við komin með geggjaða sveppasósu sem inniheldur nýjasta kryddostinn á markaðinum í dag, camembert-kryddostinn, sem við elskum!

Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn af þessari snilldarsósu.

Sveppasósa með camembert-kryddosti

 • 11⁄2 stk. kryddostur með camembert
 • 200 g sveppir
 • 30 g smjör
 • 2 stk. hvítlauksrif
 • 500 ml rjómi frá Gott í matinn
 • 1 msk. nautakraftur
 • 2 tsk. rifsberjasulta
 • salt og pipar

Aðferð

 1. Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjöri þar til þeir mýkjast.
 2. Rífið hvítlaukinn saman við í lokin og kryddið eftir smekk með salti og pipar.
 3. Rífið næst kryddost með camembert niður og hellið rjómanum saman við og hrærið þar til osturinn er bráðinn.
 4. Bætið þá krafti og sultu saman við og leyfið að malla í að minnsta kosti 15 mínútur áður en sósan er borin fram.
mbl.is