Heimsins besta kartöflusalat

Klassískt kartöflusalat sem hentar vel með grillsteikunum.
Klassískt kartöflusalat sem hentar vel með grillsteikunum. mbl.is/Colourbox

Klassískt kartöflusalat fellur seint úr gildi og hér er einmitt uppskrift að einu slíku sem hentar með flestöllum mat – sérstaklega með grillmatnum yfir sumartímann þegar margir koma saman. Gott er að vita að þumalputtareglan er sú að 1 kíló af kartöflum er miðað við sex til átta manns.

Heimsins besta kartöflusalat

  • 750 g soðnar kaldar kartöflur
  • 3 dl sýrður rjómi 18%
  • 1 dl gott mæjónes
  • 3-4 tsk dijonsinnep
  • salt og pipar
  • 1 búnt steinselja

Aðferð:

  1. Skerið kartöflurnar í skífur.
  2. Hrærið sýrðum rjóma, mæjónesi, sinnepi og saxaðri steinselju saman í skál og smakkið til með salti og pipar.
  3. Veltið kartöfluskífunum upp úr dressingunni og stráið steinselju yfir.
mbl.is