Tiltektartæknin sem kemur þér lengra

mbl.is/Kim Lucian

Flestir kannast við tiltektaraðferðina „allt eða ekkert“ sem nýtur mikilla vinsælda um heim allan. Aðferðinni er lýst sem svo að viðkomandi forðast tiltekt uns honum sjálfum og öðru fólki er gjörsamlega misboðið og þá er tekið almennilega til.

Til er sú tækni sem þykir öllu heppilegri en hún heitir „hálftími drepur engan“ og lýsir sér þannig að þú venur þig á að taka til í hálftíma í senn. Fyrir vikið sleppur þú við allsherjarglundroðann sem fylgir „allt eða ekkert“ og lífið verður umtalsvert betra.

mbl.is