Bitatorg opnað á horni Vitastígs og Hverfisgötu

mbl.is/Aðsend mynd

Sumartorg Reykjavíkurborgar, Bitatorg á horni Vitastígs og Hverfisgötu, verður opnað í dag, 17. júní.

Búið er að leggja gervigras yfir torgið, nóg af bekkjum og sætum, Aperol spritz-bar er á torginu og matarbílar og auk sölubása.

Opið verður um helgar og á góðviðrisdögum frá hádegi til kvöldmatar og hægt að fylgja Bitatorgi á bæði instagram og facebook til að sjá hvaða matarbílar og viðburðir verða á torginu.

Bitatorg er unnið í samstarfi við Miami Hverfisgötu og geta þeir sem hafa áhuga á að vera með viðburði eða sínar vörur á torginu haft samband við miamibar@miamibar.is

DAGSKRÁ 17. JÚNÍ Á BITATORGI

Helgina 17.-20. júní verður Matur & menning á horni Vitastígs og Hverfisgötu. Vitatorgi breytt í Bitatorg, grænt gras, nóg af sætum, sól og tónlist ásamt mat og drykk.

DJ Seth Sharp

Plötusnúðurinn Seth Sharp spilar sumarsmelli á sumartorgi við horn Vitastígs og Hverfisgötu.

Karaoke með Klöru Elías

Klara Elías, sem meðal annars var tilnefnd sem söngkona ársins, verður með karaoke á Miami Hverfisgötu 33. Ef þig dreymir um að taka dúett með stórstjörnu, þá er þetta tækifærið. Viðburðurinn er einungis fyrir 20 ára og eldri.

mbl.is/Aðsend mynd
mbl.is