Grillað nauta rib-eye með fylltum sveppum og piparsósu

Gott nautakjöt getur ekki klikkað og hér erum við með danskt hágæðakjöt frá Royal Crown sem þykir hreinasta afbragð. Meðlætið er heldur ekki af verri endanum og er boðið upp á ostafyllta sveppi og dýrindispiparsósu, auk grillaðs grænmetis.

Flókið er það ekki enda engin ástæða til.

Grillað nauta rib-eye með fylltum sveppum og piparsósu

  • Nauta rib-eye steikur
  • Sérvalin piparostasósa
  • Grillað rótargrænmeti
  • Rauð paprika
  • Saus Guru BBQ-sósa
  • SPG-krydd

Aðferð:

  1. Kryddið kjötið áður en það fer á grillið og gætið þess að það sé við stofuhita.
  2. Grillið það á hvorri hlið í nokkrar mínútur og lækkið síðan undir. Penslið með BBQ-sósu. Mikilvægt er að leyfa kjötinu að hvíla vel að grillun lokinni áður en það er skorið.
  3. Grillið grænmetið á meðalhita þar til það er tilbúið. Sveppirnir þurfa lengri tíma en margur myndi halda í fyrstu og það sakar ekki að pensla þá með góðir ólífuolíu.
  4. Berið fram með piparostasósu og njótið.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »