Lambasteik sem kemur verulega á óvart

Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt
Lambakjöt stendur alltaf fyrir sínu og hér erum við með uppáhaldsbita margra – sjálfar lambarifjurnar. Þessi uppskrift er óheyrilega spennandi enda inniheldur hún hráefni sem við eigum ekki að venjast þegar íslenskt lambakjöt er eldað.
Grillaðar lambarifjur með engifer og salthnetum
  • 800 g lambarifjur
  • 4 msk. sojasósa
  • 4 msk. ólífuolía
  • 1 ½ msk. púðursykur
  • 2 msk. engifer, afhýtt og rifið niður
  • 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
  • 1½ msk. steinselja, söxuð smátt
  • olía, til steikingar
  • 2-3 msk. salthnetur, skornar smátt

Aðferð

1. Setjið sojasósu, ólífuolíu, púðursykur, engifer og hvítlauk í litla skál og hrærið saman. Setjið kjötið í djúpt fat og hellið kryddleginum yfir, látið standa í 20-30 mín.

2. Hitið grill og hafið á háum hita. Penslið grillið með olíu og grillið kjötið í 2-3 mín. á hvorri hlið. Takið af hitanum, setjið á disk og sáldrið steinselju og salthnetum yfir. Berið fram með meðlæti að eigin vali.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »