Lekkerasti grillréttur sem sést hefur lengi

Frábær grillréttur yfir sumartímann - kúrbítur með mangó salsa og …
Frábær grillréttur yfir sumartímann - kúrbítur með mangó salsa og sósu sem rífur í. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er á ferðinni gómsætur, sumarlegur og hollur réttur – eða grillaður kúrbítur með mangó salsa og cheddar osti. Habanero sósan setur síðan punktinn yfir i-ið og rífur aðeins í. Það er Hildur Rut á heiðurinn að þessum rétti og segir; „Það er frábær hugmynd að bera réttinn fram með grilluðum tígrisrækjum ef að þið eruð í þannig stuði. Þennan rétt ætla ég að gera aftur, ekki spurning!“

Grillréttur sem kitlar bragðlaukana (fyrir 2)

  • 2 kúrbítar
  • Ólífuolía
  • Krónu krydd – Ertu ekki að grænast?
  • Salt & pipar
  • 1 ferskur maískólfur
  • 1 ½ dl svartar baunir
  • 1 ½ dl Quinola express spicy mexican
  • 1 dl rifinn cheddar ostur

Mangósalsa

  • 1 avókadó
  • ½ mangó
  • 8 litlir tómatar
  • 1 msk blaðlaukur
  • 1 msk kóríander
  • Safi úr ½ lime

Sósa

  • 3 msk. majónes
  • 3 msk. sýrður rjómi
  • 1-2 tsk. Habanero sósa frá Sauce shop
  • Safi úr ½ lime
  • ¼ tsk hvítlauksduft
  • ¼ tsk laukduft
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera tómata, mangó, avókadó og blaðlauk smátt og blanda saman við safa úr lime.
  2. Skerið maískornin af maískólfinum. Steikið upp úr olíu á pönnu í 3-5 mínútur og saltið og piprið. Blandið maískornunum saman við svartar baunir, kínóa og cheddar ost.
  3. Hrærið öllum sósu hráefnunum saman í skál. Mæli með að smakka ykkur til með habanero sósuna, hún er mjög sterk.
  4. Skerið kúrbít í tvennt og hreinsið innan úr honum með skeið. Penslið með ólífuolíu og kryddið með Ertu ekki að grænast, salti og pipar.
  5. Grillið kúrbítinn í 4-6 mínútur á báðum hliðum eða þar til hann er kominn með góðar grillrendur.
  6. Fyllið hann með kínóablöndunni og haldið áfram að grilla hann á vægum hita í 10-12 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn og osturinn bráðnaður. Þið getið einnig bakað hann í ofni við 200°C í 12-15 mínútur.
  7. Toppið kúrbítinn með mangósalsanu og sósunni.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert