Nýr og glæsilegur stóll frá VIPP

Nýr og glæsilegur stóll var að líta dagsins ljós frá …
Nýr og glæsilegur stóll var að líta dagsins ljós frá Vipp og er hluti af nýrri vörulínu sem kallast „Cabin“. mbl.is/Vipp

Stóll var að bætast á óskalistann okkar, en listinn virðist bara lengjast frekar en annað. Þessi gullfallega stólanýjung er frá danska hönnunarfyrirtækinu Vipp, sem framleiðir meðal annars guðdómleg eldhús.

Stóllinn er hluti af Cabin-vörulínu fyrirtækisins sem kom fyrst á markað  á síðasta ári. En þess má geta að vörulínan er sú fyrsta sem framleidd er úr tré hjá fyrirtækinu – þá er handverkið og gæðin enn á sínum stað. Viðurinn er olíuborinn sem ver stólinn fyrir hversdagslegu sliti og bólstraða sessan er úr mjúku leðri sem eldist vel með tímanum. Lítið bogin bakstoð veitir stuðning og eins er stuðningur til að leggja fæturna á og tryggja stöðugleika. Þessi nýi stóll er hinn fullkomnasti við eldhúseyjuna, en nafnið „Cabin“ er innblásið af arkitektaverkefni sem Vipp mun afhjúpa síðar á þessu ári – og við fylgjumst spennt með.

mbl.is/Vipp
mbl.is/Vipp
mbl.is/Vipp
mbl.is/Vipp
mbl.is/Vipp
mbl.is