Besta grillmáltíð sem mamma hefur smakkað

Ljósmynd/María Gomez

María Gomez á Paz.is tók sig til á dögunum og útbjó grillmáltíð sem vakti mikla lukku – svo mikla reynar að mamma hennar fullyrti að hún hefði aldrei smakkað betri grillmáltíð.

Ljósmynd/María Gomez

Nú þarf ekki að eyða óratíma í hasselback-kartöflurnar því þær eru alveg tilbúnar og þarf ekkert nema rétt að hita upp á grillinu og sætkartöflusalatið var upp á tíu.

Við elduðum lambafille, lambakótilettur og rib eye-steik og ég ætla að gefa ykkur upplýsingar um hvernig við elduðum það á fullkominn hátt. Með því höfðum við kartöflusalatið góða, beikonkartöflurnar og hasselback-kartöflurnar ásamt öllum sósunum þremur og guð hvað þetta var allt saman gott!

Ljósmynd/María Gomez

Mamma meira að segja sagði að þetta væri besta grillmáltíð sem hún hefði smakkað. Það er alveg greinilegt að hér hefur verið vandað til verka bæði við val á kjöti, marineringu, meðlæti og sósum.

Ég held það sé óhætt að segja að Hagkaup eigi gott hrós skilið fyrir þessa snilldarhugmynd og vali á góðu hráefni til að setja á grillið ásamt meðlæti og sósum.

Ljósmynd/María Gomez

Besta grillmáltíð sem mamma hefur smakkað

Rib eye-steik
  • 300-500 gr. sérvalin rib eye-biti sem er með vel af fituæðum í er bestur
  • Sérvalið SPG-krydd frá Hagkaup
  • Góð grillolía

Lambafille

  • Sérvalið marinerað lambafille frá Hagkaup, magn eftir fjölda en gott er að áætla 250-350 gr. á hvern fullorðinn

Aðferð

Rib eye-steik

  1. Hitið grillið á hæsta hita í 15 mínútur
  2. Penslið grindina með olíu svo bitinn festist ekki við hana
  3. Setjið nú rib eye-steikina á sjóðandi heitt grillið við háan hita, penslið með góðri grillolíu og kryddið með SPG-hagkaupskryddinu
  4. Lokið grillinu og hafið á sömu hliðinni í 4-5 mínútur
  5. Snúið svo bitanum og penslið hina hliðina með olíu og kryddið aftur
  6. Hafið í aðrar 4-5 mínútur á þessari hlið
  7. Takið svo af grillinu og setjið beint á disk og setjið álpappír yfir kjötið og hvílið í 8-10 mínútur áður en þið skerið í steikina

Lambafille

  1. Hitið grillið í 15 mínútur við miðlungshita
  2. Lækkið það svo niður í lægsta og setjið lambafille-ið á með fituröndina niður fyrst
  3. Lokið grillinu og hafið á í 4 mínútur
  4. Snúið svo kjötinu og hafið á í aðrar 4 mínútur
  5. Snúið aftur og hafið á í 2 mínútur
  6. Snúið svo einu sinni enn og hafið á í aðrar 2 mínútur
  7. Takið nú af og setjið beint á disk og breiðið strax álpappír yfir ekki skera neitt í kjötið
  8. Látið hvílast undir álpappírnum í 10 mínútur áður en skorið er í það og það borið fram

Nokkur grillráð

Best er að láta alltaf kjöt ná stofuhita áður en það er sett á grillið

Mikilvægt er að kynna sér vel áður en grillað er hvaða kjötbita þið eruð með og nota þá eldunaraðferð sem á við þann bita

Saltið kjöt alltaf áður en það er brúnað því við söltun verður það bragðmeira

Gott er að skera í fituna á kjötinu áður en það er brúnað til að hún bráðni auðveldlega og gefi kjötinu mýkt og gott bragð

Það þarf alltaf að hvíla kjöt í 5-25 mínútur eftir að það er eldað, eftir því hversu stór bitinn er til að blóð og safi leki ekki úr því og bitinn þorni

Ef marinera á kjöt er mikilvægt að kjötið fái að vera sem lengst í marineringunni, ekki minna en tvo tíma en frá deginum áður er langbest, jafnvel lengur.

Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert