Nýtt jólakonfekt auglýst í júní

Nýjar regnbogastangir eru væntanlegar frá Skittles sem innihalda öll bragðefnin …
Nýjar regnbogastangir eru væntanlegar frá Skittles sem innihalda öll bragðefnin í einum bita. Mbl.is/SPANGLER CANDY COMPANY

Ekki láta ykkur bregða þó að hér sé að birtast frétt sem eigi heima á vefnum eftir örfáa mánuði – eða þegar líða fer að jólum, en Skittles var að senda frá sér yfirlýsingu um að nýtt jólakonfekt væri að koma á markað.

Aðdáendur regnbogasælgætisins geta farið að hlakka til að dýfa bragðlaukunum í brjóstsykurs-stafi sem eru vinsælir í kringum jólahátíðina hjá krökkum (og fullorðnum). Stangirnar eru að sjálfsögðu bragðbættar sömu upprunalegu bragðefnunum sem þú færð í litlu perlunum – nema að hér færðu allar bragðtegundirnar í einum bita. Jarðarberja-, appelsínu-, sítrónu-, epla- og vínberjabragð, eða fimm bragðefni í hverri og einni stöng. Þar er sannarlega komin ástæða til að hlakka til jólanna!

mbl.is