Gordon Ramsay frumsýnir nýjan hamborgara

Ljósmynd/Gordon Ramsay

Gordon Ramsay deildi nýjasta meistarverki sínu á samfélagsmiðlum á dögunum og hefur fengið misjöfn viðbrögð.

Um er að ræða hamborgara sem myndi í fljótu bragði skilgreinast sem nokkuð flókinn. Við erum að tala um hamborgarbrauð úr smjördeigi með borgara sem samansettur er úr einungis úrvalskjöti. Ekkert hakk hér. Svo er auðvitað Camembert-ostur, laukur, epli og útkoman er fremur spennandi verður að segjast þó svo viðbrögð netverja hafi verið æði misjöfn.

En þannig er netið gott fólk og ef ykkur langar að prófa þá er uppskriftin HÉR.

Ljósmynd/Gordon Ramsay
mbl.is