Nýtt bragð á vinsælustu flögum heims

Hvernig líst ykkur á þessa nýjung? Doritos með jarðaberjum og …
Hvernig líst ykkur á þessa nýjung? Doritos með jarðaberjum og rjóma! Mbl.is/Getty images_Doritos

Jarðarber og rjómi virðast vera það heitasta í sumar og nú hefur einn vinsælasti flöguframleiðandi heims, Doritos, afhjúpað nýjustu bragðtegundina sína sem inniheldur þessa tvennu.

Snakkframleiðandinn kynnti nýju flögurnar á instagramsíðunni sinni, þar sem þeir segja: „Strawberries and cream Doritos, you didn't ask for them, but you'll definitely want to try them.“ Talsmenn fyrirtækisins vilja þó ekki gefa upp nákvæmar dagsetningar á því hvenær snakkið muni rata í verslanir, en hafa þó sannarlega fengið neytandann til að velta upp spurningum varðandi snakkið í athugasemdum. Sumir halda því fram að þetta sé einhver grikkur en öðrum finnst nýjungin bæði hrikaleg og forvitnileg á sama tíma. Engu að síður er þetta eitthvað sem verður að smakkast  sama hvað.

mbl.is