Heimagerða undrablandan sem allt þrífur

mbl.is/Getty

Okkur til mikillar blessunar, þá er hellingur af fólki þarna úti með tilraunaeldhús í þrifum og öðrum hagnýtum húsráðum – og við njótum góðs af. Þetta er eitt slíkt sem fjarlægir allt ryk af heimilinu.

Hvern hefði grunað að komin væri blanda sem hjálpar okkur að losa ryk úr hillum í eitt skipti fyrir öll. Við höfum öll staðið í því að þurrka af og einhverra hluta vegna situr alltaf eitthvað smávegis af rykinu eftir sem tuskan nær ekki að fanga.

Þessi undraverða blanda inniheldur vatn, edik, ólífuolíu og ilmkjarnaolíu – en galdurinn leynist víst í ólífuolíunni sem virðist vera það sem dregur allt rykið almennilega að sér í tuskuna.

Undrablandan

  • 1 spreybrúsi
  • 1 bolli vatn
  • 1 bolli edik
  • ½ tsk ólífuolía
  • nokkrir dropar af ilmolíu
  • Blandið öllu saman í brúsa og notið að vild á þá fleti sem þola blönduna.
Ljósmynd/TheKitchn
mbl.is