Brauðbollu-uppskrift með leynihráefni

Það jafnast ekkert á við nýbakað á morgnana.
Það jafnast ekkert á við nýbakað á morgnana. Mbl.is/

Hér er engin venjuleg bolluuppskrift á ferð, því þessi geymir leynihráefni sem þú munt elska. Og það besta er að þú getur gert hana deginum áður og geymt í kæli yfir nótt. Fullkomið fjölskyldunasl eða í helgarbrönsinn.

Brauðbollu-uppskrift með leynihráefni

 • 10 g ger
 • 2,5 dl mjólk
 • 2,5 dl kalt vatn
 • 2 tsk. salt
 • 800 g hveiti

Fylling

 • 100 g hrátt marsípan
 • 100 g gott dökkt súkkulaði

Aðferð:

 1. Smuldrið gerinu yfir helminginn af mjólkinni. Bætið því næst restinni af mjólkinni saman við, ásamt vatni og salti. Því næst kemur hveitið út í og deigið hnoðað þar til slétt og fínt.
 2. Látið hefast í kæli í 10-15 tíma.
 3. Rífið maríspan niður með grófari hlutanum á rifjárninu. Saxið súkkulaðið og bætið hvoru tveggja út í deigið.
 4. Formið deigið í 10 stórar bollur og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu. Látið hefast í 30 mínútur.
 5. Penslið bollurnar með pískuðu eggi og stráið perlusykri yfir.
 6. Bakið við 225° í 15 mínútur eða þar til bakaðar í gegn.
 7. Látið kólna á rist og berið fram.
mbl.is