Það vinsælasta í svefnherberginu samkvæmt Instagram

Sterkar skoðanir eru á því hvernig svefnherbergin eigi að vera …
Sterkar skoðanir eru á því hvernig svefnherbergin eigi að vera samkvæmt notendum Instagram. Mbl.is/Instagram_Kvadrat1670

Samfélagsmiðillinn Instagram virðist vera uppspretta af hugmyndum, þar sem fólk deilir nánast öllu þar inni. Hér er á ferðinni samantekt yfir hvað sé vinsælast í svefnherberginu ef marka má miðilinn, en það eru ekki nema rétt um 11 milljónir mynda sem bera myllumerkið „bedroom“.

  • Hvít sængurver tróna hæst á lista með 54,3% deilinga.
  • Gluggar eru vinsælir á myndum í svefnrýminu og setja oft mikinn karakter.
  • Stór hluti fólks deilir einnig myndum af rúminu sínu, og þar eru svokölluð queen size í meirihluta, og virðast myndast vel.
  • Fjöldi skrautlegra púða eru ómissandi, þó að þeir þyki ekki praktískir – því hver nennir að eiga við fjöldann allan af púðum uppi í rúmi sem þarf að taka af og setja aftur á á hverjum morgni.
  • Parketgólf eru einkar vinsæll kostur í svefnherbergið, en þó er stór hópur fólks sem kýs gólfteppi þar sem það gefur þessa ekta hótelsvítu-tilfinningu.
  • Svefnherbergi á Instagram eru ekki yfirfull af dóti og óþarfa skrauti. Hér er haldið í naumhyggjulegt útlit.
  • Rúmteppi eru ómissandi samkvæmt Instagram-notendum.
  • Hvít smáatriði eins og í sængurverum er það sem trendar í dag, og þá er ekki úr vegi að hengja t.d. upp stórt hvítt ljós og mála þá veggi í fallegum ljósum lit.
  • Ef þú hefur verið að velta fyrir þér hvort þú eigir að fá þér rúmgafl er ekkert vafamál á svarinu á Instagram. Notendur og sjálflærðir innanhússspekúlantar segja „JÁ“.
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert