Grillaði hamborgarinn sem kemur öllum á óvart

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Góður grillaður borgari er hreinasta unun og það skemmtilega við hamborgara er að það er hægt að útfæra þá á allskyns vegu. Meðlæti, sósur og annað er síbreytilegt en svo má auðvitað líka sleppa kjötinu og þá er sniðugt að eiga kjötlausa valkosti eins og Berglind Hreiðars á Gotteri.is býður upp á hér.

„Ég hef áður deilt með ykkur uppskriftum af kjötlausum máltíðum og hér er sumarlegur og gómsætur borgari á ferðinni! Það er nefnilega þannig að þó ákveðnar vörur flokkist sem vegan, glútein fríar, lágkolvetna eða hvað eina að það má sannarlega nota slík hráefni í „hefðbundna“ eldamennsku eins og hentar hverjum og einum,“ segir Berglind um borgarann sem stendur sannarlega undir nafni. 

Kjötlausir borgarar

4 stykki

 • 4 Hälsans Kök buff
 • 4 hamborgarabrauð
 • 4 ostsneiðar
 • Hamborgarasósa
 • Kál
 • Tómatar
 • Paprika
 • Rauðlaukur
 • Pik-Nik kartöflustrá

Aðferð:

 1. Grillið buffin samkvæmt leiðbeiningum á pakka ásamt því að hita brauðin á grillinu.
 2. Setjið ostsneið á hvert buff í lokin og takið þau síðan af þegar osturinn hefur bráðnað.
 3. Skerið niður allt grænmeti og raðið saman að vild.
 4. Njótið með kartöflustráum.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is