Lífræna uppskeran frá Sólheimum komin í verslanir

Á Sólheimum er samheldið og fjölbreytt samfélag þar sem um …
Á Sólheimum er samheldið og fjölbreytt samfélag þar sem um hundrað manns búa og hver og einn einstaklingur hefur hlutverki að gegna

Lífræna grænmetið frá Sólheimum er komið í valdar verslanir Bónus en ávallt ríkir mikil eftirvænting eftir uppskerunni frá garðyrkjustöðinni Sunnu.
 
Sólheimar er sjálfbært samfélag sem stofnað var árið 1930 af Sesselju Sigmundsdóttur. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi svo sem rekstur skóræktar- og garðyrkjustöðva. Garðyrkjustöðin Sunna er einn stærsti framleiðandi á lífrænt ræktuðu grænmeti á Íslandi en helstu framleiðsluvörur eru kirsuberjatómatar, agúrkur, paprikur og eggaldin. Uppskeran í ár var mjög góð og er nú fáanleg í vel völdum verslunum Bónus.
 
 
„Mikil eftirspurn er alltaf eftir grænmetinu frá garðyrkjustöðinni Sunnu, enda um hágæða íslenskt lífrækt ræktað grænmeti að ræða. Grænmetið verður fáanlegt í verslunum Bónus í Hveragerði, Selfossi, Skeifunni og Smáratorgi, á meðan birgðir endast,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus
 
„Garðyrkjustöðin Sunna er rekin af Sólheimasetri og þar starfa bæði fatlaðir, ófatlaðir íbúar og það er alltaf mikil eftirvænting á uppskerutímum. Viðtökur Íslendinga við lífrænt ræktuðu grænmeti okkar hafa verið frábærar enda sífellt meiri áhersla á vörur frá nærumhverfi,” segir Piotr Krzysztof, forstöðumaður Sunnu Garðyrkjustöðva.
 

mbl.is