Slá upp stórveislu á Laugaveginum

Stemningin var einstök.
Stemningin var einstök. Morgunblaðið/Sigurður Unnar

Public House, Sumac og Vínstúkan tíu sopar ætla að endurtaka leikinn og slá upp stórveislu á Laugaveginum á morgun 26. júní.

Heljarinnar langborði verður komið fyrir og það dúkað með tilheyrandi fínheitum og svo verður fagnað allan daginn. Maturinn verður frá Public House og Sumac og mun Vínstúkan sjá um drykki.

Viðburðurinn var fyrst haldinn í fyrra og tókst vel svo að ákveðið var að endurtaka leikinn en veislan hefst kl. 14.00 og stendur til kl. 22.00 um kvöldið.

Vel var mætt á hátíðina í fyrra.
Vel var mætt á hátíðina í fyrra.
mbl.is