Blómapúður þykir það allra flottasta

Það er óvenjuvinsælt og fallegt að skreyta með blómum.
Það er óvenjuvinsælt og fallegt að skreyta með blómum. Mbl.is/ bhg.com

Blóm eru falleg, og til að lengja líftíma þeirra er fólk að gera svokallað „blómapúður“ – en slík aðferð gerir fegurð blómanna ódauðlega.

Lesendur matarvefjarins sem elska litrík blóm geta tekið þátt í því vinsæla trendi sem rúllar um samfélagsmiðlana þessa dagana – en aðferðin þykir alltaf vinsæl á þessum árstíma, það er að segja að gera blómaþrykkingu. Það er hin besta skemmtun að tína blóm í næsta göngutúr og búa til blómapúður á karton til að klippa niður og nota sem kort, jafnvel boðskort í brúðkaup eða hengja upp á vegg í eldhúsinu.

En hvað þarf til? Jú, það eina sem þú þarft í verkið er að finna fram falleg blóm, hamar og karton eða vatnslitapappír.

  • Snúðu blómunum á hvolf ofan á pappírinn sem þú ætlar að þrykkja á.
  • Legðu eldhúspappír eða smjörpappír ofan á.
  • Hamraðu varlega á blómin án þess að berja á miðjuna, til að koma í veg fyrir að frjókorn eða raki festist við blaðið.
  • Best er að nota blóm í sterkum litum, eins og gul, fjólublá og blá blóm. Þú getur líka notað grænar plöntur og leikið þér með listaverkið.
Hamar, blóm og blað er allt sem til þarf.
Hamar, blóm og blað er allt sem til þarf. Mbl.is/hitched.co.uk
mbl.is