Millimálið sem tryllir gúrmei naggana

Ljósmynd/Ásta Magnúsdóttir

Ásta Magnúsdóttir matarbloggari galdrar hér fram gómsætar döðlur sem hún fyllir með dýrindishnetusmjöri.

 „Ef þú þarft eitthvað með kaffinu þá eru þessar sætu fylltu döðlur svarið! Þessar döðlur eru fylltar með gómsætu hnetusmjöri og ekki nóg með það heldur eru þær líka hjúpaðar með heimalöguðu súkkulaði sem inniheldur … hvað haldið þið … enn þá meira hnetusmjör!

Fylltar döðlur með hnetusmjöri

  • 15-20 döðlur frá MUNA
  • 6-10 tsk. fínt hnetusmjör frá MUNA

Heimalagað súkkulaði

  • 2 msk. kókosolía frá MUNA (fljótandi)
  • 2 msk. kakóduft frá MUNA
  • 1 tsk. dökkt agave-síróp frá MUNA
  • 1 tsk. fínt hnetusmjör frá MUNA

Aðferð:

  1. Fyllið döðlurnar með hnetusmjöri ca. 1/4 – 1/2 tsk. í hverja döðlu og skellið þeim inn í frysti í 10 mín. Á meðan gerið þið súkkulaðið.
  2. Bræðið niður kókosolíu og hrærið í kakóduftið. Bætið svo sírópinu við og hnetusmjörinu og hrærið öllu vel saman.
  3. Löðrið döðlurnar í súkkulaði og stráið sjávarsalti yfir ef þið viljið.
  4. Geymið döðlurnar í frysti og þið eruð tilbúin fyrir kaffiboðið hvenær sem er!
Ljósmynd/Ásta Magnúsdóttir
mbl.is