Einn skemmtilegasti veitingastaður landsins með vikulegt pop-up

Það er fátt sem toppar þessa staðsetningu.
Það er fátt sem toppar þessa staðsetningu. Ljósmynd/Facebook

Ef þú hefur komið í Neskaupstað og ekki heimsótt Beituskúrinn getum við fullyrt að þú misstir af miklu. Beituskúrinn er mögulega einn best staðsetti veitingastaður landsins og ekki er maturinn síðri.

Í sumar verður svo pop-up um hverja helgi og um þessa helgi er það Ramen MOMO sem fær að vera með stæla í eldhúsinu. Pop-up sem þessi eru algjör snilld og bjóða heimamönnum – sem og auðvitað gestum – upp á endalausa fjölbreytni og skemmtilegheit.

Við mælum með því að þið fylgist með Beituskúrnum á FB-síðunni hans.

Ljósmynd/Facebook
mbl.is