Orkusjeik með jarðarberjum og banönum

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér er á ferðinni einfaldur en einstaklega bragðgóður sjeik sem snjallt er að búa til – sérstaklega fyrir börnin. Vanillublandan er sérlega heppileg í slíka drykki og verður áferðin öll þykkari og betri fyrir vikið. Ekki spillir fyrir að setja smá súkkulaðisósu með og þeyttan rjóma en kannski bara spari.

Uppskriftin er frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is

Orkusjeik með jarðarberjum og banönum

Fyrir fjóra

  • 700 ml vanillublanda
  • 2 stk. bananar
  • 350 g frosin jarðarber

Aðferð

Allt sett saman í blandara og blandað vel, skipt niður í glös.

mbl.is