Föstudagspítsan sem veldur yfirliði

Ljósmynd/Fisk í matinn

Nú segja ábyggilega einhverjir að þetta geti hreint ekki staðist en það gerir það engu að síður og við erum til vitnis. Pítsa með marineruðum laxi er mögulega eitt það ferskasta og skemmtilegasta sem hægt er að gæða sér á á góðum sumardegi.

Fullkomnað með ferskum kokteil eða svalandi sólardrykk ... verður ekki mikið betra en það.

Föstudagspítsan sem veldur yfirliði

 • 1 stk. tilbúið eða heimagert pítsudeig

Álegg

 • 300 g lax
 • 150 g rifinn ostur
 • 1 portobellosveppur
 • chili skorið í sneiðar
 • sesamfræ
 • kóríander 
 • vorlaukur
 • hvítlauksolía

Sojablanda

 • 130 g sojasósa
 • 20 g engifer
 • 1 chili smátt skorið
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 1 vorlaukur smátt skorinn
 • 1 stilkur sítrónugras (marinn og brotinn til helminga)

Parmesanmajónes

 • 200 g majónes
 • 50 g rifinn parmesanostur
 • 3 hvítlauksgeirar rifnir

Aðferð

 • Hrærið saman sojasósu, vorlauk, sítrónugras, hvítlauk, engifer og chili.
 • Skerið laxinn í kubba.
 • Marinerið í sojablöndu í 1-2 klst.

Samsetning

 1. Öllum innihaldsefnum í parmesanmajónesi er blandað saman í matvinnsluvél og svo smurt á pítsuna.
 2. Dreifið osti jafnt yfir pítsuna.
 3. Raðið niðurskornum sveppum og laxabitum á hana.
 4. Bakið á 180°C í 20 mínútur.
 5. Penslið hvítlauksolíu yfir pítsuna og toppið með chili, sesamfræjum, kóríander og vorlauk.
mbl.is