Hinn fullkomni ferðabiti kominn í verslanir

Öll erum við endalaust að leita að góðu millimáli sem hægt er að maula hvenær sem er. Það eru ekki síst ferðalögin sem reynast mörgum höfuðverkur þessa dagana og því fögnum við því þegar við fáum vörur sem tikka í flest box hjá okkur hvað varðar gæði og hollustu.

„Það má einmitt þakka eftirspurn viðskiptavina okkar þessa einstaklega vel heppnuðu nýjung, en um er að ræða klassísku hrískökurnar okkar sem flestir þekkja nema hjúpaðar karamellu. Hafa hörðustu karamelluaðdáendur líkt bragðinu við góða lúxusídýfu. Það þarf nú varla að segja meira,“ segir Lára Sigríður Lýðsdóttir markaðsstjóri MUNA.

Hrískökurnar sem geta þjónað hlutverki millimáls, bita með kaffinu, eftirréttar og fleira eru væntanlegar í verslanir hvað úr hverju.

mbl.is