Útrunnin sólarvörn getur verið stórhættuleg

Nú skín sólin og flestir hafa vit á að bera á sig sólarvörn til að forðast sólbruna og almennar húðskemmdir. En hversu lengir dugar sólarvörnin? Sannleikurinn er nefnilega sá að sólarvörn missir virknina og rennur út.

Upplýsingar eru nokkuð misvísandi. Oftar en ekki er stimpill á umbúðunum sem gefur til kynna hvenær varan rennur út en það er þó ekki algilt. Eins er erfitt að vita hvenær varan var framleidd og hversu gömul hún er þá.

Samkvæmt bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) er líftími sólarvarnar almennt um þrjú ár frá framleiðslu. Eru neytendur þó hvattir til að liggja ekki lengi á gömlum birgðum og geyma þær á köldum og dimmum stað.

Það er því ekki úr vegi að fjárfesta í nýrri sólarvörn til að tryggja hámarksvirkni því það er fátt verra en að eyðileggja fríið með sólbruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert