Geggjaðasta kartöflusalat sem sést hefur lengi

Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hér erum við með kartöflusalat sem er algjört æði enda búið til af meisturunum Andrési Erni og Viktor Erni sem almennt eru kenndir við Sælkerabúðina og nú síðast bókina GRILL.

Þessi uppskrift er einmitt úr þeirri bók og smellpassar með grillaða lambalærinu.

Grillað kartöflusalat með kapers og dijon-sinnepi

 • 500 g smælkikartöflur
 • 150 g majónes
 • 2 tsk. kapers
 • 1 tsk. ferskur graslaukur
 • 30 g dijon-sinnep
 • börkur af 1 sítrónu
 • safi úr 1/2 sítrónu
 • salt
 • pipar
 • olía

Aðferð:

 1. Sjóðið kartöflurnar í vatni í 20-30 mínútur með smá salti.
 2. Sigtið síðan kartöflurnar og leyfið þeim að kólna í sigtinu í 5 mínútur.
 3. Veltið kartöflunum upp úr olíu og kryddið með salti.
 4. Grillið kartöflurnar á heitu grilli, veltið þeim um fram og aftur þangað til fallegar rendur eru komnar á þær.
 5. Takið þær af grillinu og leyfið þeim að kólna.
 6. Blandið majónesi, kapers, dijon-sinnepi, smátt skornum graslauk, berki og safa úr sítrónu saman í skál.
 7. Blandið kartöflunum að lokum saman við og kryddið með salti og pipar eftir smekk.
mbl.is