Grillreglurnar sem allir verða að kunna

Colourbox

Það er ekki öllum gefið að grilla. Að því sögðu geta samt flestir lært grunnreglurnar góðu sem tryggja að maturinn eyðileggst ekki á grillinu eins og oft vill vera. Með þessar gullvægu grillreglur í farteskinu eru þér allir vegir færir.

Hafðu steikina alltaf við stofuhita. Þannig verður steikingin jafnari og umtalsvert betri. Hitið grillið vel áður en þið byrjið að grilla. Stærstu mistökin sem fólk gerir er að skella steikinni á um leið og kveikt er á grillinu.

Hitið grillið vel áður en þið byrjið að grilla. Stærstu mistökin sem fólk gerir er að skella steikinni á um leið og kveikt er á grillinu. Án þess að orðlengja það neitt frekar þá skorar sú tækni ekki hátt.

Ekki stinga gaffli í matinn. Við viljum halda safanum sem lengst inni, hvort sem um ræðir grænmeti eða kjöt. Notaðu heldur töng.

Ekki kremja kjötið. Margir hafa tilhneigingu til að ýta spaðanum niður á steikina og flýta þannig fyrir eldun. Það virkar alls ekki og gerir matinn í raun verri þar sem þrýstingurinn ýtir safanum út.

Hvílið kjötið til að safinn haldist inni. Við eldun herpist kjötið saman í hitanum. Gefið kjötinu tíma til að slaka á eftir eldunina. Ef steikin er skorin strax og hún er tekin af grillinu lekur allur safinn út.

Fylgstu með því hvað er að gerast á grillinu. Það er nákvæmnisíþrótt að grilla og krefst einbeitingar. Fylgstu vel með matnum því ekkert er meira svekkjandi en illa grilluð steik.

Ef þú ert ekki örugg/ur skaltu nota kjöthitamæli. Með slíka græju eru þér allir vegir færir og steikin verður fullkomin.

Vertu með góð áhöld. Það skiptir ótrúlega miklu máli. Góð töng er gulli betri og spaði er líka frábær. Finndu það sem þér finnst þægilegast að nota og haltu þig við það.

Undirbúningurinn skiptir öllu. Sjálf eldamennskan tekur ekki langan tíma en ef undirbúningurinn er góður er þetta svo auðvelt. Þetta kalla kokkar „að preppa“ í alvörueldhúsi þannig að lykilatriði er að vera vel preppaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert