Ídýfan sem snýr fólki í hringi

Þessi ídýfa er með þeim betri!
Þessi ídýfa er með þeim betri! Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Stórkostleg ídýfa sem fær mann til að efast um hvort maður sé að koma eða fara – hún er svo bragðgóð að fólk snýst í hringi er það smakkar. Hér ræðir um gvakamóle með stökku beikoni og fetaosti sem gerir ídýfuna svo djúsí og góða. Uppskriftin kemur úr eldhúsinu hjá Hildi Rut.

Ídýfan sem snýr fólki í hringi

 • 3-4 avókadó
 • 8 beikonsneiðar
 • safi úr ½ lime
 • 2 dl hreinn fetaostur (salatostur) + 1-2 msk aukalega
 • ¼ tsk. laukduft
 • ¼ tsk. hvítlauksduft
 • ¼ tsk. chiliflögur
 • ¼ tsk. salt
 • ¼ tsk. pipar

Aðferð:

 1. Byrjið á því að baka beikonið í ofni við 200° í 10-15 mínútur, eða þar til það er orðið stökkt og gott.
 2. Þurrkið fituna af beikoninu og skerið það smátt. Takið 1 msk til hliðar.
 3. Blandið saman avókadó, fetaosti, safa úr lime og kryddi í töfrasprota/matvinnsluvél eða stappið vel saman með gaffli.
 4. Blandið beikoninu saman við með skeið og setjið í fallega skál.
 5. Toppið með 1-2 msk af stöppuðum fetaosti og 1 msk af beikoni. Njótið :)
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Loka