Uppáhaldskokteillinn þinn í ísformi

Hvernig hljómar að fá uppáhaldskokteilinn sinn í ísformi?
Hvernig hljómar að fá uppáhaldskokteilinn sinn í ísformi? Mbl.is/Will Rogers_Below Zero_SWNS

Ískaldur öl eða ausa af uppáhaldsísnum þínum eru tvær bestu leiðirnar til að kæla sig yfir sumartímann. En hér er lausnin sem sameinar hvort tveggja. Því þökk sé tækninni hefur uppfinningamaður og eigandi Below Zero hannað græju sem losar koltvísýringinn sem blandast hlaupi sem síðan er sett í vélina og útkoman verður að ís – eða svona í einföldu máli sagt. Ótrúlegt!

En tæknilega séð er þetta ekki ís, þó að það líti þannig út. Það tekur um hálftíma fyrir bjór að breytast úr fljótandi yfir í fast efni – því meira sem áfengismagnið er, því lengri er biðin. Það eru þó ekki bara bruggaðir bjórar sem fara í gegnum vélina, því þú getur einnig fengið vodkadrykki, Jack Daniels í kók og svo margt fleira. Það er því hægt að panta sér þennan sérstaka fullorðinsís sem desert í stað þess að drekka úr glasi á sumarkvöldum.

Mbl.is/Will Rogers_Below Zero_SWNS
Mbl.is/Will Rogers_Below Zero_SWNS
Mbl.is/Will Rogers_Below Zero_SWNS
mbl.is