Beikonmeðlætið sem er að trylla allt

Ljósmynd/Delish

Hér er á ferðinni meðlæti sem við stöndum á öndinni yfir. Bókstaflega. Við erum að tala um beikonvafðar avókadósneiðar sem eru grillaðar eða ofnbakaðar.

Hvernig getur þetta verið annað en fullkomið!

Til að toppa herlegheitin getið þið séð myndband sem sýnir hvernig þessir meistarabátar eru búnir til HÉR.

Beikonmeðlætið sem er að trylla allt

  • 3 avókadó
  • 24 beikonsneiðar
  • 60 ml góð dressing - við mælum með Hellmann´s Street Food-sósunum
Aðferð:
  1. Hitið ofninn eða grillið upp í 220 gráður.
  2. Skerið hvert avókadó í 8 jafnstóra báta.
  3. Vefjið hvern bát með einni beikonsneið.
  4. Leggið á smjörpappír í ofnskúffu eða á álbakka fyrir grillið.
  5. Ofnbakið í 12-15 mínútur. Beikonið þarf skemmri tíma á grillinu.
  6. Berið fram með dressingu.
mbl.is