Drykkurinn sem gæti bjargað lífi þínu

Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Stundum er það þannig að maður verður að fá sér frosinn drykk ... og oft er ekki verra að hann sé uppfullur af áfengi. Eins og þessi margaríta hér sem er mögulega allt það sem hægt er að óska sér í einum drykk. Vitanlega er hægt að skipta út áfenginu fyrir „óáfengt“ áfengi og þið sem fattið ekki hvað verið er að tala um þá er bæði hægt að sleppa áfenginu alfarið en þeir sem vilja bragðið en ekki áhrifin ættu að fjárfesta í áfengislasu áfengi því það kemur merkilega á óvart.

Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem gerði þennan drykk og okkur grunar að hún hafi líka drukkið hann allan.

Frosin ananasmargaríta

Dugar í 2 glös

  • 100 ml Sauza Tequila Silver
  • 60 ml Cointreau-appelsínulíkjör
  • 60 ml límónusafi
  • 80 ml ananassafi
  • 60 ml hlynsíróp
  • fullt af klökum
  • flögusalt á glasbrúnina

Aðferð:

  1. Strjúkið limesafa á kantinn á glösunum og dýfið í flögusalt til að fá smá saltbrún.
  2. Setjið allt annað í blandarann og bætið við klökum þar til þið fáið „slush“ áferð á drykkinn.
  3. Hellið í glös og skreytið með sneið af límónu.
Ljósmynd/Berglind Hreiðars
mbl.is