Múffurnar sem eru fullkomnar í ferðalagið

Ljósmynd/María Gomez

Hér erum við með uppskrift sem getur ekki klikkað. Þessar múffur bragðast eins og sælgæti og eru bakaðar úr bestu hréfnunum þannig að kroppurinn blómstrar. Fyrir þá sem eru alltaf að leita að hinu fullkomna ferðalaganesti er þetta algjörlega málið.

Það er María Gomez á Paz.is sem á heiðurinn af þessari snilld.

Ofureinfaldar súkkulaðibitabananamuffins

Hráefni

  • 250 gr fínt spelt (ég notaði frá MUNA)
  • 2 dl grófir hafrar frá MUNA 
  • 2 tsk. vínsteinslyftiduft 
  • 1 tsk. matarsódi 
  • 30 g MUNA-valhnetur (má sleppa)
  • 1/2 dl MUNA-ólífuolía 
  • 200 g MUNA-hrásykur 
  • 1 egg 
  • 3 vel þroskaðir bananar 
  • 1 1/2 dl grísk jógúrt 
  • 100 g dökkir súkkulaðidropar eða smátt skorið 70 % súkkulaði 

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 180°C hita með blæstri (190°C ef þið eruð ekki með blástursofn)
  2. Byrjið á að taka eina stóra skál og setja í hana hveiti, lyftitduft, matarsóda, haframjöl, salt og valhnetur 
  3. Takið svo aðra minni skál og setjið í hana eggið og sykurinn, notið bara písk til að hræra hratt saman egg og sykur þar til létt og ljóst
  4. Setjið svo olíuna út í eggin og grísku jógúrtina og pískið áfram þar til enn ljósara og smá þykkt
  5. Setjið næst bananana í blandara og maukið alveg eða stappið þá vel með gaffli (mér finnst miklu betra að setja í blandara)
  6. Bætið þeim svo út í skálina með því blauta og hrærið vel saman 
  7. Setjið næst súkkulaðidropana saman við hveitið og hrærið vel saman áður en það blauta fer saman við
  8. Hellið nú úr skálinni með eggjunum og því blauta yfir í þurrefnaskálina og hrærið saman með sleif en eins lítið og þið komist upp með svo múffurnar verði ekki seigar
  9. Skiptið næst deiginu milli 12 múffuforma en ég mæli með að eiga álform til að hafa undir pappaformin og úða pappaformin að innan með bökunarúða eins og PAM eða öðru
  10. Bakið svo í 20-25 mínútur en gott er að stinga prjóni í miðja köku eftir 20 mín. og ef hún er ekki alveg til þá leyfa þeim að bakast í 5 mín. í viðbót 
  11. Það má líka setja deigið í brauðform og gera brauð í stað múffa en þá úða ég það líka með bökunarúða fyrst og baka í 45-50 mín.
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert