Aftur bakað í bakarabrekku

Ágúst Einþórsson bakari segir staðsetninguna í Bankastræti henta vel.
Ágúst Einþórsson bakari segir staðsetninguna í Bankastræti henta vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bakarinn Ágúst Einþórsson, stofnandi Brauð & Co, og viðskiptafélagar hans hyggjast opna bakarí og pítsustað í Bankastræti 2 á næstu mánuðum. Meðeigendur hans að nýja bakaríinu eru Guðfinnur Sölvi Karlsson, sem er gjarnan kenndur við Prikið, og Björn Steinar Jónsson, stofnandi Saltverks. Með þessu snýr Ágúst aftur í bakarísrekstur um leið og bakarabrekkan, sem svo var nefnd, fær aftur fyrra hlutverk.

Hóf reksturinn 1834

Kaupmaðurinn Peter Cristian Knudtson hóf þar rekstur brauðgerðar árið 1834 sem síðar fékk nafnið Bernhöftsbakarí. Bernhöftsbakarí var flutt árið 1931 á Bergstaðastræti en í staðinn kom Brauðgerð ríkisins árið 1932 og síðar Brauðgerð Kaupfélags Reykjavíkur, líkt og segir á vef Bernhöftsbakarís.

„Það má segja að við séum að endurreisa brauðgerðina en fyrsta bakarí lýðveldisins var í þessu húsi. Það ganga sennilega allir Bankastrætið sem heimsækja Reykjavík. Það gefur auga leið að þetta er góð staðsetning. Við verðum með bakarí á daginn og veitingahús með pítsum á kvöldin,“ segir Ágúst. Það sé að öðru leyti ótímabært að ræða um reksturinn, enda ekki búið að fullmóta þær hugmyndir.

Nánari umfjöllun er að finna í Viðskiptamogganum í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »